Fótbolti

Stelpurnar í erfiðum riðli

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá um að draga liðin úr pottinum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá um að draga liðin úr pottinum. vísir/vilhelm
Í dag var dregið í úrslitakeppni EM U-17 ára landsliða kvenna en mótið fer fram á Íslandi.

Dregið var í ráðhúsi Reykjavíkur og þar voru forráðamenn knattspyrnusambanda þjóðanna sem taka þátt í mótinu sem og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Ekki er hægt að segja að íslenska stelpurnar hafi dottið í lukkupottinn í dag en þær eru í gríðarlega sterkum riðli eins og sjá má hér að neðan.

Mótið fer fram frá 22. júní til 4. júlí. Spilað verður á sex völlum. Þei eru Akranesvöllur, Kópavogsvöllur, Grindavíkurvöllur, Fylkisvöllur, Víkingsvöllur, og Valsvöllur. Undanúrslit og úrslit verða spiluð á Vodafonevellinum að Hlíðarenda.



A-riðill:

Ísland

Þýskaland

England

Spánn

B-riðill:

Írland

Frakkland

Sviss

Noregur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×