Íslenski boltinn

HK-ingar með fyrstu mörkin og fyrstu stigin í 1. deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
HK vann 2-0 útisigur á nýliðum Gróttu í fyrsta leik 1. deildar karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram Vivaldivellinum á Seltjarnarnesinu.

HK endaði í 6. sæti í 1. deildinni í fyrra en Gróttumenn komust upp eftir að hafa verið í öðru sæti í 2. deildinni. Það er búist við að HK-menn verði í efri hlutanum en að þetta verði erfitt sumar fyrir Seltirninga.

Ágúst Freyr Hallsson skoraði fyrsta markið í 1. deildinni í sumar þegar hann kom HK í 1-0 á 38. mínútu. Ágúst Freyr er á fyrsta tímabili með HK eftir að hafa spilað með Ægi í 2. deildinni síðasta sumar.

Guðmundur Atli Steinþórsson bætti síðan við öðru marki HK á 53. mínútu leiksins og þannig urðu lokatölurnar.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar úrslitasíðunni urslit.net.

Hinir fimm leikirnir í fyrstu umferðinni fara fram á morgun, fjórir klukkan tvö og einn klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×