Körfubolti

Butler framfarakóngur NBA-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Butler og félagar í Chicago standa í ströngu gegn Cleveland í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Butler og félagar í Chicago standa í ströngu gegn Cleveland í undanúrslitum Austurdeildarinnar. vísir/getty
Jimmy Butler, leikmaður Chicago Bulls, fékk í dag Framfaraverðlaun NBA-deildarinnar í körfubolta.

Butler fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða 535 stig. Draymond Green, leikmaður Golden State, var í 2. sæti með 200 stig og Rudy Gobert, miðherji Utah, fékk 189 stig.

Butler er fyrsti leikmaður Chicago Bulls sem fær þessi verðlaun en Gordan Dragic, þáverandi leikmaður Phoenix Suns, fékk þau í fyrra.

Butler, sem er 25 ára, var með 20,0 stig, 5,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 stolinn bolta að meðaltali í leik í vetur. Hann spilaði að meðaltali 38,7 mínútur í leik, meira en nokkur annar leikmaður deildarinnar.

Butler hækkaði stigaskorið sitt um 6,9 stig á milli ára, auk þess sem skotnýting hans var mun betri en í fyrra.

Chicago lenti í 3. sæti Austurdeildarinnar og sló Milwaukee Bucks út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Liðið fékk Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar en staðan í einvígi liðanna er 1-1.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×