Körfubolti

Sjáðu frábæra sigurkörfu Pierce með þrjá menn í sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierce við það að setja skotið niður.
Pierce við það að setja skotið niður. vísir/getty
Washington Wizards tók forystuna 2-1, gegn Atlanta Hawks í undanúrslitareinvíginu í Austurdeild NBA körfuboltans, en þriðji leikur liðanna fór fram í nótt. Atlanta var með 73,2% sigurhlutfall í vetur - en Washington 56,1%.

Washington byrjaði af krafti og vann fyrsta leikhlutann með tíu stiga mun, 28-18 og var yfir í hálfleik 56-43. Þeir stigu svo bara á bensíngjöfina í þriðji lekhluta og staðan var 85-66 þegar síðasti leikhlutinn gekk í garð.

Atlanta náð hægt og rólega að minnka muninn og Mike Muscala jafnaði metin fyrir Atlanta, 101-101, þegar fimmtán sekúndur ovru eftir. Paul Pierce tryggði þó Atlanta sigur með tveggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af leiknum og lokatölur 103-101 sigur Atlanta.

Sigurkarfa Pierce.

Dennis Scroder og Jeff Teague voru stigahæstir hjá Haukunum með átján stig, en hjá Washington skoruðu þeir Nene, Bradley Beal og Otto Porter allir sautján stig.

Í Vesturdeildinni mættust Golden State og Memphis, en þar var staðan einnig 1-1. Memphis gerði sér lítið fyrir og lagði Golden State, 99-89. Staðan í hálfleik var 55-39, Golden State í vil.

Þrátt fyrir áhlaup Golden State í síðari hálfleik varð sigur Memphis raunin. Stephen Curry skoraði mest fyrir Golden State eða 23 stig, en Zach Randolph gerði 22 fyrir Memphis.

Myndbönd frá nóttinni má sjá hér að neðan og þar á meðal sigurkörfu Pierce.

Zach Randolph í stuði: Topp 5 tilþrif í nótt:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×