Handbolti

Ekkert íslenskt mark í sigri Löwen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Uwe lék vel í dag.
Uwe lék vel í dag. vísir/getty
Rhein-Nekcar Löwen vann tveggja marka sigur, 27-25, á Tus N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en liðin skiptust á að skora í hálfleiknum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13-13.

Í síðari hálfleik voru Ljónin sterkari, en heimamenn í Tus N-Lübbecke voru aldrei langt undan. Lokatölur urðu tveggja marka sigur Löwen, 27-25.

Vuko Borozan skoraði sjö mörk fyrir Lübbecke, en markahæstur hjá Löwen var Uew Gensheimer sem fyrr. Hann skoraði átta mörk, þar af tvö úr vítum.

Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen, en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Löwen er í öðru sætinu á eftir Kiel sem er nánast búið að tryggja sér titilinn, en Lübbecke er í því fjórtánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×