Körfubolti

Minnesota fékk fyrsta valrétt í nýliðavali NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glen Taylor, eigandi Minnesota, var að vonum ánægður með fyrsta valréttinn.
Glen Taylor, eigandi Minnesota, var að vonum ánægður með fyrsta valréttinn. vísir/afp
Minnesota Timberwolves datt í lukkupottinn í gær þegar liðið fékk fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta.

Þetta er í fyrsta sinn sem Minnesota fær fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Liðið var með versta árangur allra liða í NBA í vetur og átti af þeim sökum mesta möguleika á að ná fyrsta valrétti.

Líklegt þykir að Minnesota velji annað hvort Karl-Anthony Towns, leikmann Kentucky, eða Duke-manninn Jahil Okafor með fyrsta valrétti.

Í herbúðum Minnesota er nýliði ársins í NBA, Andrew Wiggins, sem var valinn fyrstur í fyrra af Cleveland en var svo skipt yfir til Úlfanna í stað Kevins Love.

Los Angeles Lakers fékk annan valrétt og annað fornfrægt félag, Philadelphia 76ers, þann þriðja.

Annað stórlið í Austurdeildinni, New York Knicks, fékk fjórða valrétt en liðið átti næst mesta möguleika á að ná fyrsta valréttinum sem það fékk síðast 1985 þegar Knicks valdi miðherjann Patrick Ewing.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×