Golf

GM og GR meistarar í sveitakeppni GSÍ

Anton Ingi leifsson skrifar
Stelpurnar í GR gátu verið ánægðar eftir mótið.
Stelpurnar í GR gátu verið ánægðar eftir mótið. vísir/golf.is
Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Reykjavíkur tryggðu sér sigur í fyrstu deild karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ, en GM var að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

GM vann GK í undanúrslitaleiknum og vann svo GKG í úrslitaleiknum í karlaflokki, en þeir unnu úrslitaleikinn 3/2. Keilir varð í þriðja sæti eftir 4/1 sigur gegn GR.

Í kvennaflokki varð GR meistari eftir sigur á GR í úrslitaleiknum 3/2, en Raghildur Kristinsdóttir varð hetja GR. Hún tryggði sigurinn í bráðabana gegn Tinnu Jóhannsdóttur á nítjándu holu.

Keppnin í fyrstu deild karla fór fram í Borganesi, en í kvennaflokki fór keppnin fram í Leiru. Keppt hefur verið í karlaflokki frá 1961 og 1982 í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×