Íslenski boltinn

Sjáðu markaveisluna uppi á Skaga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍA og Fjölnir buðu til markaveislu á Norðurálsvellinum í gær.

Alls voru átta mörk skoruð í afar sveiflukenndum leik sem lyktaði með 4-4 jafntefli.

Jón Vilhelm Ákason kom ÍA yfir eftir 16 mínútna leik en Mark Charles Magee jafnaði metin fyrir Fjölni 11 mínútum síðar.

Það tók Jón Vilhelm ekki nema mínútu að koma ÍA aftur yfir og Arnar Már Guðjónsson jók muninn svo í 3-1 á 38. mínútu.

Magee minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu öðru marki. Þetta var jafnframt fjórða mark Magee gegn ÍA í sumar en hann skoraði einnig tvö mörk í 0-3 sigri Fjölnismanna á Akurnesingum í Borgunarbikarnum í byrjun júní.

Aron Sigurðarson jafnaði metin á 75. mínútu og Kennie Chopart kom Fjölni svo yfir sex mínútum seinna með sínu þriðja marki síðan hann kom til Grafarvogsliðsins í félagaskiptaglugganum.

En Garðar Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum stig þegar hann jafnaði metin í 4-4 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Öll átta mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×