Íslenski boltinn

Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar

Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar
Emil fagnar sigurmarkinu með félögum sínum.
Emil fagnar sigurmarkinu með félögum sínum. vísir/þórdís
Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag.

Emil skoraði sigurmark FH þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum en það var hans sjötta mark í deildinni í sumar.

"Það var mjög sætt að ná að klára þetta í kvöld á okkur heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn, þetta gat ekki verið betra," sagði Emil sem lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta sumars. Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að skora gegn sínum gömlu félögum.

"Já, það eru smá blendnar tilfinningar. En ég er meiri FH-ingur en Fjölnismaður og FH-hjartað slær sterkar," sagði Emil sem kom frábærlega inn í lið FH um mitt mót. Hann var þó ekki viss hvaða hlutverk biði hans þegar hann sneri aftur í Krikann.

"Þetta hefði ekki getað verið betra. Ég vissi ekki alveg hvert hlutverk mitt yrði, hvort ég yrði inn og út úr liðinu, en síðan stimplaði ég mig vel inn og spilaði stórt hlutverk. Þannig að ég er gríðarlega sáttur."

Emil segir að dvölin hjá Fjölni hafi gert honum gott.

"Hún er eiginlega ástæðan fyrir því hversu vel ég spilaði í sumar. Ég fékk mikið sjálfstraust þar og það er eiginlega lykilinn að því hvernig ég spilaði á tímabilinu," sagði Emil að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×