Íslenski boltinn

Böddi löpp áfram í Krikanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Böðvar og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn.
Böðvar og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn. mynd/ facebook-síða fhinga.net
Böðvar Böðvarsson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við FH. Samningurinn gildir til ársins 2018.

Böðvar, sem er tvítugur, hefur verið fastamaður í stöðu vinstri bakvarðar hjá FH í sumar og leikið 18 deildarleiki og skorað eitt mark. Alls hefur Böðvar leikið 30 leiki í Pepsi-deildinni frá því hann lék sinn fyrsta leik 2013.

Þá er Böðvar í U-21 árs landsliðinu og hefur leikið alla þrjá leiki liðsins í undankeppni EM 2017 til þessa.

Böðvar, eða Böddi löpp eins og hann er gjarnan kallaður, og félagar í FH geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með því að ná í stig gegn Fjölni á laugardaginn í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×