Tónlist

Íslendingar í efsta sæti í remix-keppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson skipa hljómsveitina KSF.
Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson skipa hljómsveitina KSF. vísir
KSF bræður sendu á dögunum frá sér lag inn í Remix keppnina Groove Cruise en það er skemmtiferðaskip sem siglur um höfin blá og þar er aðeins spiluð dúndrandi danstónlist.

Þeir eru í efsta sæti sem stendur í keppninni og geta unnið ferð fyrir tvo með skipinu sem og remixið verður einnig gefið út hjá Phazer Records.

Hér er hægt að styðja strákana og kjósa þá í keppninni. 

Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson skipa hljómsveitina KSF (Killer Sounding Frequencies) en kapparnir hafa verið að gera það mjög gott í danstónlistarsenunni að undanförnu. 

Drengirnir fluttu til Svíþjóðar á dögunum en þar eru þeir búnir að koma sér upp glæsilegu hljóðveri og ætla að gera út þaðan á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×