Golf

Fullt af íslenskum kylfingum að keppa fyrir bandaríska háskóla í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Sveinbergsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sunna Víðisdóttir.
Gísli Sveinbergsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sunna Víðisdóttir. Mynd/GSÍmyndir.net
Fjölmargir íslenskir kylfingar eru að keppa fyrir bandarísk háskólalið á þessu tímabili og eru þau hjá skólum víðsvegar um Bandaríkin. Golfsambandið tók saman hvernig hefur gengið hjá íslensku kylfingunum í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu.

Gísli Sveinbergsson úr Keili og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5. til 6. október síðastliðinn. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék samtals á sautján höggum undir pari og var heilum tuttugu höggum á undan næsta sveit.

Gísli lék hringina þrjá á einu höggi undir pari eða á samtals 215 höggum (73-73-69). Gísli deildi hann sjöunda sætinu á þessu móti en sigurvegarinn lék á átta höggum undir pari.  Bjarki endaði í 32. sæti á  223 höggum (75-71-77) eða sjö höggum yfir pari.

Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4. til 6. október. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á 212 höggum (74-67-71) eða fjórum höggum undir pari. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á  fjórum höggum yfir pari eftir að hafa leikið á þremur undir pari á lokahringnum. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu.

Rúnar Arnórsson úr Keili lék með Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á fimmtán höggum yfir pari eða samtals 155 höggum (77-78). Skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt.

Ari Magnússon úr GKG og Theodór Emil Karlsson úr GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti.  Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum.

Sunna Víðisdóttir úr GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×