Stjörnum prýtt mót Tiger Woods hefst í kvöld 3. desember 2015 13:30 Spieth hefur verið í ótrúlegu formi á árinu. Getty Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira