Körfubolti

Haukar láta Madison fara | Verður ekki með gegn Hetti í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Madison lék sinn síðasta leik með Haukum gegn Njarðvík á föstudaginn í síðustu viku.
Madison lék sinn síðasta leik með Haukum gegn Njarðvík á föstudaginn í síðustu viku. vísir/vilhelm
Bandaríkjamaðurinn Stephen Madison hefur verið látinn fara frá Haukum og hann mun því ekki leika með liðinu gegn Hetti í 11. umferð Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Að sögn Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, er Hafnarfjarðarliðið í leit að meira afgerandi manni inni í teig.

„Við erum að leita að leikmanni sem er sterkari inni í teignum. Okkur vantar meiri sóknarþyngd þar og niðri á blokkinni,“ sagði Ívar í samtali við Karfan.is.

Madison lék 10 deildarleiki með Haukum. Hann var með 20,9 stig að meðaltali í leik, 8,3 fráköst og 3,1 stoðsendingu. Hann hitti úr 50,4% skota sinna inni í teig og 35,7% fyrir utan þriggja stiga línuna.

Haukar eru fjórða liðið í Domino's deildinni sem skiptir um Bandaríkjamann á tímabilinu, á eftir Njarðvík, Grindavík og FSu.

Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18:30 en hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×