BBC gefur í skyn að draumur Freys gæti ræst Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 10:31 Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Kortrijk í Belgíu á síðustu leiktíð. Liðið er þó áfram í fallbaráttu á þessari leiktíð. Getty/Filip Lanszweert Freyr Alexandersson gæti orðið næsti knattspyrnustjóri velska félagsins Cardiff, sem leikur í næstefstu deild Englands. Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales. Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Freyr er einn af þeim sem BBC nefnir til sögunnar í grein um Cardiff en félagið er í leit að nýjum stjóra eftir að Tyrkinn Erol Bulut var rekinn. Freyr hefur áður sagst hafa mikinn áhuga á að taka við liðinu. Bulut var látinn fara eftir tap gegn Leeds á laugardaginn, aðeins átta leikjum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til tveggja ára, en hann skildi við Cardiff á botni ensku B-deildarinnar með aðeins eitt stig og eitt mark. Freyr þekkir það að taka við liði í tómu tjóni og hefur náð frábærum árangri hingað til á sínum ferli, eins og BBC nefnir. Eftir að hafa til að mynda stýrt íslenska kvennalandsliðinu og verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þá kom hann Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, og hélt því þar, áður en hann framkallaði hálfgert kraftaverk með Kortrijk í Belgíu þegar hann forðaði því frá falli á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk þegar liðið hafði aðeins fengið tíu stig úr fyrstu tuttugu leikjum sínum. BBC fer hins vegar ekkert út í það að meta hverjar líkurnar eru á að Freyr verði næsti stjóri Cardiff, heldur segir aðeins að litið hafi verið aðdáunaraugum í átt til hans. Þannig vill líka til að Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. BBC segir að Cardiff sé hrifið af James Rowberry, fyrrverandi stjóra Newport County og núverandi aðstoðarlandsliðsþjálfara Wales.
Enski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira