Körfubolti

Dramatískur sigur Clippers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en San Antonio minnkaði forystu Golden State á toppi vesturdeildarinnar með sínum þriðja sigri í röð er liðið lagði Utah örugglega, 118-81.

San Antonio er með 21 sigur en Golden State 24 í 25 leikjum. Síðarnefnda liðið var þó í fríi í nótt, sem og Oklahoma City sem er í þriðja sætinu með sextán sigra.

LA Clippers, sem er í fjórða sætinu, vann Detroit, 105-103, en staðan var jöfn þegar, 112-112, rúmar tólf sekúndur voru til leiksloka. Jamal Crawford setti þá niður þriggja stiga körfu og Clippers sendi Detroit á vítalínuna.

Reggie Jackson nýtti fyrra vítið sitt en það síðara geigaði. Andre Drummond, liðsfélagi hans, náði hins vegar frákastinu og fékk tvö tækifæri til að koma boltanum í körfuna en bæði klikkuðu. Jackson fékk einnig skottilraun í blálok leiksins en allt kom fyrir ekki.

Blake Griffin skoraði 34 stig fyrir Clippers og JJ Ridick bætti við 24. Jackson endaði með 34 stig, ellefu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Detroit.

Í Austurdeildinni er Cleveland efst með fimmtán sigra en liðið spilaði ekki í nótt. Chicago vann sinn þriðja sigur í röð, í þetta sinn gegn Philadelphia, 115-96, sem er með verstan árangur allra liða í deildinni - einn sigur í 26 leikjum.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Toronto 106-90

Brooklyn - Orlando 82-105

Detroit - LA Clippers 103-105

Atlanta - Miami 88-100

Chicago - Philadelphia 115-96

Memphis - Washington 112-95

Dallas - Phoenix 104-94

San Antonio - Utah 118-81

Denver - Houston 114-108

Portland - New Orleans 105-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×