Körfubolti

Curry: Finnst ég vera bestur í heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Curry og félagar taka á móti Cleveland á morgun.
Curry og félagar taka á móti Cleveland á morgun. vísir/getty
Steph Curry hefur farið á kostum í liði Golden State Warriors í NBA-deildinni í vetur.

Meistararnir hafa unnið 27 af 28 leikjum sínum í vetur og virðast óstöðvandi.

Curry hefur verið gríðarlega öflugur á tímabilinu en þessi magnaði skotmaður er stigahæstur í NBA með 31,8 stig að meðaltali í leik.

Curry er meðvitaður um eigið ágæti en þegar hann var spurður af blaðamanni Time tímaritsins hvort hann væri besti leikmaður í heimi í dag sagði hann einfaldlega:

"Að mínu mati, já. Mér líður þannig að ég geti spilað minn besta leik á hverju kvöldi," sagði Curry en viðtalið má lesa með því að smella hér.

Curry verður í eldlínunni þegar Golden State tekur á móti Cleveland Cavaliers á morgun en þessi lið mættust í lokaúrslitunum í fyrra þar sem Curry og félagar höfðu betur, 4-2.

Það verður sannkölluð körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag en þá verða tveir leikir á boðsstólnum. Klukkan 19:30 hefst leikur Oklahoma City og Chicago Bulls og klukkan 22:00 er svo komið að leik Golden State og Cleveland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×