Arfur dætra okkar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2015 08:00 Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Þegar við unglingsdóttir mín kúrðum saman yfir Ísland got talent fór hún að velta fyrir sér af hverju svo margir frá Grænlandi og Færeyjum kæmu til Íslands til að taka þátt í keppninni. Ég svaraði henni annars hugar að svona keppnir væru ekki haldnar í þessum löndum og þar sem Ísland væri eins konar stóri bróðir þeirra kæmi fólkið hingað. Þá sneri hún upp á sig, horfði á mig alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spurði: „Af hverju stóri bróðir? Af hverju ekki stóra systir?“ Jú, eða það, svaraði ég um hæl. Hún hummaði af dásamlegri réttlætiskennd. Svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm! Dóttir mín er komin með hælana þar sem ég hef tærnar. Tilhugsunin um að hún og hennar kynslóð taki við arfi frá minni kynslóð og komist lengra í átt að kynjajafnrétti, mögulega á leiðarenda, er ansi góð. Þetta var á sunnudaginn. Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á sama degi kom fram að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu samkvæmt launakönnun VR. Launamunurinn eru heil mánaðarlaun á ári. Þetta skellti mér aldeilis niður á jörðina. Því mín kynslóð fékk líka flottan arf. Áður en ég fæddist gengu konur úr vinnu og af heimilum til að sýna fram á að vinnuframlag þeirra væri jafn mikilvægt og verðmætt og vinnuframlag karla. Við erum að halda upp á fjörutíu ára afmæli þessa viðburðar þetta árið. Er ekki frekar vandræðalegt að bjóða 8,5% kynbundnum launamun í veisluna? Unglingnum fannst þessi staðreynd jafn glötuð, óskiljanleg og óraunveruleg og tilhugsunin um líf án internets. Samkvæmt núverandi launaþróun verða kynin fyrst með jöfn laun þegar hún verður 35 ára. Það er fullkomlega glatað, algjörlega óskiljanlegt en því miður raunverulegt. Hún mun þó eiga arfinn sinn. Sem þýðir að hún mun að minnsta kosti snúa upp á sig, horfa á yfirmann sinn alvarlegum augum, reið og hneyksluð, og spyrja „af hverju?“ Vonandi mun hún síðan humma, svona eins og sigurvegarar gera - mmhmm!
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun