Körfubolti

Kevin Love úr axlarlið og úr leik en ekki Berglind

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Love spilar líklega ekki meira með Cleveland i úrslitakeppninni en Berglind Gunnarsdóttir fór tvisvar úr axlarlið en missti bara úr einn leik.
Kevin Love spilar líklega ekki meira með Cleveland i úrslitakeppninni en Berglind Gunnarsdóttir fór tvisvar úr axlarlið en missti bara úr einn leik. Vísir/Getty og ÓskarÓ
Berglind Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Snæfelli annað árið í röð en hún sýndi hetjulega frammistöðu í úrslitakeppninni með því að halda áfram að spila af fullum krafti þrátt fyrir að fara tvisvar úr axlarlið.

„Hún Berglind er algjört hörkutól og það er örugglega fullt af leikmönnum sem hefðu flaggað hvíta fánanum og gefist upp. Hún var með okkur í þessu og hennar varnarframlag á Carmen í byrjun leikja var rosalega mikilvægt. Við vissum það að ef við næðum að komast inn í hausinn á Kananum þá ættum við meiri möguleika á því að halda henni niðri. Berglind bara teipaði sig og gerði það sem þurfti,“ segir systir hennar, Gunnhildur Gunnarsdóttir.

„Þú vælir ekkert yfir hné í læri þegar þú veist að systir þín er farin úr axlarlið,“ segir Gunnhildur.

Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, fór úr axlarlið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á dögunum og mun væntanlega ekki leika meira með liðinu í úrslitakeppninni.

Berglind missti aftur á móti bara af einum leik þrátt fyrir að fara úr axlarlið í bæði leik eitt í undanúrslitunum og í lokaúrslitunum. Mikilvægi Berglindar sést kannski best á því að eini tapleikur Snæfellsliðsins var leikurinn þar sem hennar naut ekki við.


Tengdar fréttir

Við erum bara ein stór hamingjusöm fjölskylda í Hólminum

Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur léku stórt hlutverk í að tryggja kvennaliði Snæfells Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Gunnhildur átti frábært tímabil í endurkomu sinni í Hólminn og gerir tilkall til að vera kosin leikmaður ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×