Körfubolti

Sara rauf einokun Helenu í landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún í leik með Íslandi á Smáþjóðaleikunum.
Sara Rún í leik með Íslandi á Smáþjóðaleikunum. fréttablaðið/stefán
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í ellefu stiga tapi á móti Dönum, 74-63, á æfingamóti í Kaupamannahöfn í gær. Sara Rún skoraði 16 stig á 25 mínútum í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverrisdóttir (12 stig á 16 mínútum).

Helena var fyrir leikinn búin að vera stigahæst í 18 landsleikjum í röð – öllum leikjum kvennalandsliðsins í tæp sex ár eða síðan Birna Valgarðsdóttir skoraði 21 stig í sigri á Írlandi.

Helena byrjaði reyndar frábærlega í gær því hún skoraði 10 stig á fyrstu fimm mínútunum og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 15-6. Helena bætti aðeins við tveimur stigum eftir það og danska liðið vann upp forskotið og tryggði sér öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×