Tónlist

Ritskoðaður af vef CNN eftir ummæli um hassreykingar

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það getur greinilega komið hljómsveitinni í vandræði að rétta söngvaranum míkrafóninn til þess að tala.
Það getur greinilega komið hljómsveitinni í vandræði að rétta söngvaranum míkrafóninn til þess að tala. Vísir/Getty
Viðtal við danska söngvarann Lukas Forschammer úr hljómsveitinni Lukas Graham, sem fagnar gífurlegum vinsældum lagsins  „7 years“ um allan heim, var ritskoðað af vef CNN Politics eftir að ritdeila braust út um ummæli hans. Í myndbandi sem fylgir fréttinni mátti upphaflega sjá hann halda því fram að Danir séu sérstaklega afslappaðir þegar komi að kannabisreykingum. Samkvæmt honum reyki þriðja hvert ungmenni þar kannabisefni reglulega.

Lukas var þar að tala um uppvaxtar ár sín en hann ólst upp í Christianiu. Þar greindi hann frá því að hafa verið aðeins 12 ára þegar hann reykti sína fyrstu jónu. Myndband lagsins „Mama said“ sem einnig hefur verið vinsælt er til að mynda tekið upp á þessum heimaslóðum hans og sýnir m.a. dópsala á Pusher Street.

Í kjölfar ummæla hans myndaðist ritdeila á kommentakerfinu en stærsti hlustendahópur hans eru unglingar og börn. Foreldrar gátu engan veginn sætt sig þessi ummæli dönsku poppstjörnurnar sem og danskir fjölmiðlar sem vildu meina að ummæli söngvarans væru ekki sannleikanum samkvæm.

Hér má sjá umrætt myndband lagsins „Mama said“;






Fleiri fréttir

Sjá meira


×