Körfubolti

Enginn Curry, ekkert vesen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klay Thompson skorar í nótt.
Klay Thompson skorar í nótt. vísir/getty
Stephen Curry gat ekki leikið með Golden State Warriors í nótt en það breytti engu. Stríðsmennirnir unnu eins og venjulega.

Klay Thompson skoraði 34 stig fyrir Warriors í nótt. Andre Iguodala skoraði 18 og Draymond Green 12.

Curry er meiddur á ökkla og talið er að Warriors muni hvíla hann í leiknum á fimmtudag enda komst liðið vel af án hans.

James Harden sem fyrr öflugastur í liði Rockets en hann skoraði 28 stig. Rockets er nú búið að tapa 14 af síðustu 15 leikjum sínum gegn Warriors.

Dallas lagði síðan Oklahoma í svakalegum leik og sú rimma verður áhugaverð allt til enda.

Úrslit:

Toronto-Indiana  98-87

Staðan í einvíginu er 1-1.

Oklahoma-Dallas  84-85

Staðan í einvíginu er 1-1.

Golden State-Houston  115-106

Golden State leiðir einvígið, 2-0.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×