Körfubolti

Sérfræðingarnir kusu ekki Stephen Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
C.J. McCollum fer hér framhjá Stephen Curry.
C.J. McCollum fer hér framhjá Stephen Curry. Vísir/Getty
C.J. McCollum hjá Portland Trail Blazers var í dag valinn sá leikmaður í NBA-deildinni sem bætti sig mest á milli tímabila en bandarískir miðlar sögðu frá því hver hafi fengið „Most Improved Player Award“  fyrir tímabilið 2015-16.

C.J. McCollum var á sínu þriðja ári í NBA-deildinni en hann fékk 559 stig og 101 atkvæði í fyrsta sæti í kjörinu. 130 fjölmiðlamenn sem fjalla að staðaldri um NBA-deildina voru með atkvæðisrétt að þessu sinni.

Kemba Walker hjá Charlotte Hornets var annar í kjörinu með 166 stig og þriðji varð síðan Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks með 99 stig.

Stephen Curry, besti leikmaður NBA í fyrra og væntanlega besti leikmaðurinn aftur í ár, endaði í fjórða sæti í kjörinu en margir voru á því að hann hafi átt þessi verðlaun skilið. Sjö settu Curry í fyrsta sætið á sínum lista.

C.J. McCollum hækkaði meðalskor sitt um 6,8 stig upp í 20.8 stig í leik en hann náði sínum besta persónulega árangri í skotnýtingu (44,8 prósent), þriggja stiga skotnýtingu (41,7 prósent), stoðsendingum (4,3) og fráköstum (3,2).

Stephen Curry hækkaði meðalskor sitt um 6,3 stig og var bæði með betri skotnýtingu og betri þriggja stiga nýtingu en í fyrra auk þess að stela fleiri boltum og taka fleiri fráköst.

Golden State Warriors, lið Stephen Curry, vann líka 73 leiki á tímabilinu og setti nýtt og glæsilegt met. Curry bætti því sína tölfræði verulega og liðið stóð sig enn betur en það er ekkert grín að bæta sig þegar þú ert kominn á toppinn.

C.J. McCollum er þriðji leikmaður Portland sem vinnur þessi verðlaun en hinir eru Kevin Duckworth (1978-88) og Zach Randolph (2003-04).

NBA

Tengdar fréttir

Curry spilar líklega ekki í kvöld

Besti körfuboltamaður heims, Stephen Curry, er enn að glíma við ökklameiðsli og afar ólíklegt að hann spili gegn Houston Rockets í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×