Júníus Meyvant á leið í tónleikaferð um Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2016 15:30 Óhætt er að segja að síðustu tvö ár hafa verið gæfurík fyrir tónlistarmanninn Júníus Meyvant. Vestmannaeyringurinn Júníus sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigmundsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu þröngskífu og vakti hún mikla lukku hérlendis sem og í Skandinavíu. Júníus var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins í fyrra og hlaut einnig tilnefningu fyrir besta lagið. Júníus var einnig iðinn við tónleikahald á Íslandi sem og á erlendri grundu í fyrra og mun ekki slá slöku við í ár. Þröngskífa Júníusar er samnefnd og innheldur tvö af vinsælli lögum Júníusar sem allmargir landsmenn þekkja. Skífunni var vel tekið tekið af hlustendum útvarpsstöðva hér á landi og var einnig tekið vel í hana af útvarpsstöðvum á borð við KEXP, Radio X, BBC Radio London og Amazing Radio. Fyrsta breiðskífa Júníusar kemur út 8. júlí næstkomandi og hefur hún hlotið nafnið Floating Harmonies. Út er komin smáskífan Neon Experience sem hefur notið töluverðra vinsælda. Júníus hefur ásamt fylgdarliði sínu lokið við skipulagningu á tónleikaferð um Evrópu í september næstkomandi. Alls eru tónleikarnir sem tilkynntir eru í dag átján talsins, víðsvegar í Evrópu. Í dag kom einnig út lifandi myndband við lagið Neon Experience sem tekið var upp í Stúdíó Sýrlandi á síðasta ári. Tónlistarmyndband er væntanlegt við lagið síðar í þessum mánuði en þetta lifandi myndband má sjá hér að neðan. Hér eru dagsetningarnar fyrir tónleikaferð Júníusar. Hvar TónleikastaðurSep 2 Berlin, DE Privatclub Sep 3 Gdansk, PO Soundrive Fest Sep 4 Dresden, DE Sound Of Bronkow Festival Sep 5 Prague, CZ La Loca Sep 6 Vienna, AT Chelsea Sep 7 Munich, DE Ampere Sep 9 Hamburg, DE Nochtspeicher Sep 10 Copenhagen, DK Jazzhouse Sep 12 Aarhus, DK Radar Sep 14 Groningen, NL Vera Sep 15 Amsterdam, NL Bitterzoet Sep 16 London, UK Bush Hall Sep 17 Bristol, UK Louisiana Sep 18 Glasgow, UK Broadcast Sep 19 Manchester, UK Gullivers Sep 21 Paris, FR La Boule Noir Sep 22 Brussels, BE Live Europe Sep 23 Zurich, CH Bogen F Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Óhætt er að segja að síðustu tvö ár hafa verið gæfurík fyrir tónlistarmanninn Júníus Meyvant. Vestmannaeyringurinn Júníus sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigmundsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu þröngskífu og vakti hún mikla lukku hérlendis sem og í Skandinavíu. Júníus var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins í fyrra og hlaut einnig tilnefningu fyrir besta lagið. Júníus var einnig iðinn við tónleikahald á Íslandi sem og á erlendri grundu í fyrra og mun ekki slá slöku við í ár. Þröngskífa Júníusar er samnefnd og innheldur tvö af vinsælli lögum Júníusar sem allmargir landsmenn þekkja. Skífunni var vel tekið tekið af hlustendum útvarpsstöðva hér á landi og var einnig tekið vel í hana af útvarpsstöðvum á borð við KEXP, Radio X, BBC Radio London og Amazing Radio. Fyrsta breiðskífa Júníusar kemur út 8. júlí næstkomandi og hefur hún hlotið nafnið Floating Harmonies. Út er komin smáskífan Neon Experience sem hefur notið töluverðra vinsælda. Júníus hefur ásamt fylgdarliði sínu lokið við skipulagningu á tónleikaferð um Evrópu í september næstkomandi. Alls eru tónleikarnir sem tilkynntir eru í dag átján talsins, víðsvegar í Evrópu. Í dag kom einnig út lifandi myndband við lagið Neon Experience sem tekið var upp í Stúdíó Sýrlandi á síðasta ári. Tónlistarmyndband er væntanlegt við lagið síðar í þessum mánuði en þetta lifandi myndband má sjá hér að neðan. Hér eru dagsetningarnar fyrir tónleikaferð Júníusar. Hvar TónleikastaðurSep 2 Berlin, DE Privatclub Sep 3 Gdansk, PO Soundrive Fest Sep 4 Dresden, DE Sound Of Bronkow Festival Sep 5 Prague, CZ La Loca Sep 6 Vienna, AT Chelsea Sep 7 Munich, DE Ampere Sep 9 Hamburg, DE Nochtspeicher Sep 10 Copenhagen, DK Jazzhouse Sep 12 Aarhus, DK Radar Sep 14 Groningen, NL Vera Sep 15 Amsterdam, NL Bitterzoet Sep 16 London, UK Bush Hall Sep 17 Bristol, UK Louisiana Sep 18 Glasgow, UK Broadcast Sep 19 Manchester, UK Gullivers Sep 21 Paris, FR La Boule Noir Sep 22 Brussels, BE Live Europe Sep 23 Zurich, CH Bogen F
Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið