Golf

Stórt golfsumar framundan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eimskipsmótaröðin í golfi hefst á Strandavelli á Hellu um næstu helgi. Í ár verður í fyrsta skipti keppt um peningaverðlaun á mótaröðinni.

„Það gerir þetta svo sannarlega spennandi, sérstaklega fyrir atvinnumennina,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„En til að geta tekið við þessari háu upphæð, 500.000 krónum, þarftu að vera atvinnumaður og það ætti svo sannarlega að vera gulrót fyrir okkar fremstu kylfinga að taka þátt,“ bætti Úlfar við.

Einn af hápunktum sumarins verður EM kvennalandsliða sem fer fram á Urriðavelli 5.-9. júlí.

„Þetta er gríðarlega stórt og skemmtilegt verkefni að taka þátt í. Við munum að sjálfsögðu senda okkar sterkasta áhugamannalandslið,“ sagði Úlfar.

Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×