Íslenski boltinn

Óttar Magnús: Þetta er bara tilhlökkun

Ingvi Þór Sæmundsson á Víkingsvelli skrifar
Óttar Magnús hefur slegið í gegn í sumar.
Óttar Magnús hefur slegið í gegn í sumar. vísir/tómasþ
Óttar Magnús Karlsson, hetja Víkinga gegn Breiðabliki, var merkilega rólegur eftir leikinn í kvöld, þrátt fyrir að vera nýbúinn að skora þrennu gegn sterku liði Blika.

„Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi leiks en það er frábært að vinna þennan leik og ná þremur stigum,“ sagði Óttar.

„Þetta gekk nokkuð vel. Ég er kominn í ryþma, farinn að byrja leiki og það er gaman þegar vel gengur,“ bætti þessi efnilegi leikmaður við.

Óttar spilaði sem fremsti maður í leiknum í kvöld. Hann segist kunna vel við sig í því hlutverki.

„Þetta er mjög fínt. Ég hef verið frammi undanfarin ár og er framherji að upplagi. En ég get leyst báðar kantstöðurnar,“ sagði Óttar sem segist ekki finna fyrir pressu að taka við hlutverki Garys Martin hjá Víkingi, en Englendingurinn er farinn á láni til Lilleström.

„Alls ekki, þetta er bara tilhlökkun. Ég er bara spenntur að hjálpa liðinu að ná í fleiri stig,“ sagði Óttar hógvær að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×