Íslenski boltinn

Ejub: Trúði varla vítadómnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ejub skildi ekki alla dóma Vihjálms Alvars
Ejub skildi ekki alla dóma Vihjálms Alvars Vísir/Vilhelm
„Við áttum ekki góðan leik, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir refsa okkur og þetta var erfitt eftir annað markið,“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur eftir tapið gegn Val í kvöld.

„Við fengum mark á okkur snemma og í kjölfarið víti. Það var erfitt að halda haus eftir það en seinni hálfleikurinn var betri og við komumst inn í leikinn.“

Annað mark Vals kom úr vítaspyrnu og var Ejub ekki viss um að sá dómur hafi verið réttur og eins taldi hann Pape Mamadou Faye eiga að fá víti fyrir Ólsara.

„Ég átti erfitt með skilja þetta. Ég þarf að sjá þetta aftur í sjónvarpi. Svona atvik gerast oft í leikjum og svo er það hinum megin þar sem við eigum að fá víti.

„Það er best að skoða þetta aftur en það er stórt atriði að hann dæmi svona auðvelt víti fyrir Val og svo ekki hinum megin. Það er erfitt að leika gegn þessu en ég þarf að sjá þetta fyrst í sjónvarpinu. Ég trúði því varla að hann væri að dæma víti,“ sagði Ejub.

Ejub sagði ekki á frammistöðu Víkings bætandi með svona ódýru víti og gerði þetta liðinu mjög erfitt fyrir gegn sterku liði Vals.

„Frammistaða okkar var ekki góð í fyrri hálfleik og við lentum undir. Það var nógu erfitt svo þeir fái ekki svona víti. Það er erfitt að koma til baka tveimur mörkum undir.

„Við komumst inn í leikinn en fáum svo mark á okkur aftur. Það gerði þetta mjög erfitt.“

Víkingur hefur nú tapað þremur leikjum í röð og aðeins náði í einn sigur í sex síðustu leikjum sínum.

„Við vitum okkar markmið. Þetta hefur ekki gengið vel undanfarið en við þurfum bara að halda haus. Endurskipuleggja okkur aftur og ná einhvers staðar í stig. Vonandi kemur þá sjálfstraust aftur í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×