Íslenski boltinn

Grindavík á toppinn | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grindvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni eftir nokkurra ára fjarveru.
Grindvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni eftir nokkurra ára fjarveru. vísir/hanna
Grindvíkingar tylltu sér á topp Inkasso-deildar karla þegar þeir gerðu góða ferð í Breiðholtið og unnu öruggan 0-3 sigur á Leikni R.

Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leiknisvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Á sama tíma gerði KA markalaust jafntefli við Keflavík á útivelli. Þetta var áttunda jafntefli Keflvíkinga í 16 deildarleikjum í sumar.

Alexander Veigar Þórarinsson, Óli Baldur Bjarnason og William Daniels skoruðu mörk Grindvíkinga sem stefna hraðbyri upp í Pepsi-deildina þar sem þeir hafa ekki leikið frá árinu 2012.

Grindavík er núna með 34 stig á toppnum, einu stigi meira en KA-menn sem hafa aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum.

Keflavík kemur svo í 3. sæti með 26 stig og Leiknir er í því fjórða með 24 stig. Von liðanna sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra um að komast aftur upp er því orðin ansi veik.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.

vísir/hanna
vísir/hanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×