Glamour

Jared Leto leikur Andy Warhol í nýrri kvikmynd um líf listamannsins.

Ritstjórn skrifar
GLAMOUR/GETTY
Næsta stóra verkefni bandaríska leikarans Jared Leto er að leika hinn stórbrotna listamann Andy Warhol í kvikmynd um líf hans. Leto mun einnig framleiða kvikmyndina ásamt Michael De Luca (Fifty Shades of GreyThe Social Network) og Terence Winter (Boardwalk EmpireThe Wolf of Wall Street) skrifar handritið. Myndin verður að mestu byggð á ævisögu Warhol frá 1989, Warhol: The Biography, skrifuð af Victor Bockris.

Leto hefur lagt mikinn metnað að í að skilja og lifa eins og þær perónur sem hann tekur að sér að leika. Hann bjó á götunni fyrir hlutverk sitt í Requiem for a Dream og léttist um rúm 13 kíló fyrir Dallas Buyers Club. Spennandi að sjá hvernig hann undirbýr sig fyrir þetta hlutverk.

Leikarinn er einnig að vinna að framhaldi af kvikmyndinni Blade Runner, nýlega búinn að frumsýna Suicide Squad ásamt því að vera taka upp fimmtu breiðskífuna með hljómsveitinni 30 Seconds to Mars. Tískurisinn Gucci fékk Leto einnig til liðs við sig í nýjustu herferð sinni fyrir herrailminn Guilty, sem sló rækilega í gegn. Það er greinilega nóg að gera hjá þessum hæfileikaríka leikara.

 

Jared Leto á Ósvarsverðlaunahátíðinni.glamour/getty
Andy Warholglamour/getty





×