Fyrsta Glamourblað ársins komið út Ritstjórn skrifar 15. janúar 2016 20:00 Glamour/SiljaMagg Janúarblað Glamour er mætt í verslanir, sjóðheitt úr prentvélunum. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Anniek Kortleve en myndina tók Silja Magg og stílisti var Ina Lekiewicz. Um förðun sá Ísak Freyr og hárið var í höndum Fabio Vivan. Fyrsta blað ársins er stútfullt af skemmtilegu efni. Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur með meiru rýnir í árið framundan, bæði hjá stjörnumerkjunum tólf og hvað sé framundan hér heima og erlendis. Þá á ljósmyndarinn Kári Sverriss tvo þætti í blaðinu, tískuþátt og svo beautyþátt sem tekinn var hér á landi með íslensku teymi. Baltasar Breki Samper er í viðtali, en hann hefur undanfarið vakið athygli fyrir hlutverk sín, bæði í sjónvarpsþáttunum Ófærð og Sporvagninum Girnd sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Við fengum álit nokkra sérfræðinga sem spáðu í spilin fyrir förðunartískuna á nýju ári, hvaða trend við megum kveðja og hvaða nýju trend við bjóðum velkomin. Nú þegar kuldinn er hvað mestur verður húðin þurr og hárið rafmagnað. Hvað er til ráða? Svörin finnur þú í snyrtikafla Glamour. Í tískuhlutanum er farið yfir hvaða föt er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum til að búa til góðan grunn. Ekki láta fyrsta blað ársins og jafnframt tíunda tölublað Glamour framhjá þér fara.Forsíða janúarblaðs Glamour Glamour Tíska Mest lesið Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Best klæddu hundarnir á Webby verðlaununum Glamour Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour
Janúarblað Glamour er mætt í verslanir, sjóðheitt úr prentvélunum. Forsíðuna prýðir fyrirsætan Anniek Kortleve en myndina tók Silja Magg og stílisti var Ina Lekiewicz. Um förðun sá Ísak Freyr og hárið var í höndum Fabio Vivan. Fyrsta blað ársins er stútfullt af skemmtilegu efni. Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur með meiru rýnir í árið framundan, bæði hjá stjörnumerkjunum tólf og hvað sé framundan hér heima og erlendis. Þá á ljósmyndarinn Kári Sverriss tvo þætti í blaðinu, tískuþátt og svo beautyþátt sem tekinn var hér á landi með íslensku teymi. Baltasar Breki Samper er í viðtali, en hann hefur undanfarið vakið athygli fyrir hlutverk sín, bæði í sjónvarpsþáttunum Ófærð og Sporvagninum Girnd sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Við fengum álit nokkra sérfræðinga sem spáðu í spilin fyrir förðunartískuna á nýju ári, hvaða trend við megum kveðja og hvaða nýju trend við bjóðum velkomin. Nú þegar kuldinn er hvað mestur verður húðin þurr og hárið rafmagnað. Hvað er til ráða? Svörin finnur þú í snyrtikafla Glamour. Í tískuhlutanum er farið yfir hvaða föt er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum til að búa til góðan grunn. Ekki láta fyrsta blað ársins og jafnframt tíunda tölublað Glamour framhjá þér fara.Forsíða janúarblaðs Glamour
Glamour Tíska Mest lesið Cara Delevingne gengin til liðs við Puma Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Best klæddu hundarnir á Webby verðlaununum Glamour Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Glamour Helgarförðunin er svört og hvít Glamour Karen Elson á Íslandi Glamour Líður vel þar sem lætin eru mest Glamour Brot af því besta frá New York Glamour Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour