Körfubolti

Meistararnir fara vel af stað | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kóngurinn í Cleveland skoraði 23 stig gegn Orlando.
Kóngurinn í Cleveland skoraði 23 stig gegn Orlando. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Cleveland Cavaliers hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið lagði Orlando Magic að velli, 105-99.

LeBron James skoraði 23 stig fyrir meistarana sem hafa unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu.

Avery Bradley var sjóðheitur og setti niður átta þriggja stiga körfur þegar Boston Celtics vann sex stiga sigur, 98-104, á Charlotte Hornets á útivelli.

Bradley skoraði alls 31 stig fyrir Boston sem er búið að vinna tvo leiki og tapa einum.

Damian Lillard sá til þess að Portland Trail Blazers fór með sigur af hólmi gegn Denver Nuggets á útivelli.

Það tók sinn tíma að klára leikinn en gera þurfti tæplega hálftíma hlé á honum eftir að ljósin fóru af í Pepsi Center í Denver.

Lillard tryggði Portland framlengingu og skoraði svo sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var eftir af framlengingunni. Lillard endaði með 37 stig, fimm fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta.

New York Knicks er komið á blað eftir að liðið vann sjö stiga sigur, 111-104, á Memphis Grizzlies í Madison Square Garden. Kristpas Porzingis var stigahæstur í jöfnu liði New York með 21 stig.

Úrslitin í nótt:

Cleveland 105-99 Orlando

Charlotte 98-104 Boston

Denver 113-115 Portland

NY Knicks 111-104 Memphis

Philadelphia 72-104 Atlanta

Chicago 118-101 Indiana

Milwaukee 110-108 Brooklyn

Sacramento 106-103 Minnesota

San Antonio 98-79 New Orleans

Damian Lillard átti frábæran leik gegn Denver Bakverðir Boston voru í stuði í Charlotte Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×