Körfubolti

Besta byrjun Cleveland frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James sækir að DeMar DeRozan í leiknum í nótt.
LeBron James sækir að DeMar DeRozan í leiknum í nótt. Vísir/Getty
Meistararnir í Cleveland Cavaliers fara frábærlega af stað í NBA-deildinni en liðið hafði í nótt betur gegn Toronto Raptors, 121-117.

Channing Frye setti niður þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var til leiksloka og vörn Cleveland sá svo um afganginn. Toronto náði ekki að svara og Kyle Lowry tryggði sigurinn endanlega með sniðskoti þegar 2,8 sekúndur voru eftir.

Cleveland hefur þar með unnið níu af tíu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og það gegn sterku liði Toronto, sem hefur unnið sjö af fyrstu tíu leikjunum sínum. Cleveland og Toronot mættust í lokaúrslitum vesturdeildarinnar síðastliðið vor.

LeBron James átti góðan leik en hann skoraði 28 stig og var með fjórtán stoðsendingar þar að auki. Kyrie Irving bætti við 24 stigum.





Atlanta vann Miami, 93-90, og þar með fimmta leik sinn í röð. Dennis Schröder skoraði átján stig fyrir Atlanta sem er í öðru sæti austursins með átta sigra.

Miami er hins vegar í miklu basli. Aðeins Philadelphia er með verri árangur í vesturdeildinni en Miami hefur unnið tvo leiki í ár. Þetta var sjötta tap liðsins í röð.

LA Lakers vann Brooklyn, 125-118. D'Angelo Russell skoraði 32 stig fyrir Lakers og Julius Randle náði þrennu - sautján stigum, fjórtán fráköstum og tíu stoðsendingum.

Lakers hefur nú unnið sex af ellefu leikjum og er með jákvætt sigurhlutfall í aðeins annað skipti síðan í apríl 2013.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Toronto 121-117

Miami - Atlanta 90-93

Minnesota - Charlotte 108-115

Portland - Chicago 88-113

LA Lakers - Brooklyn 125-118

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×