Fátt virðist geta komið í veg fyrir öruggan sigur Svölu Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2017 10:40 Á Betsson eru stuðlarnir þannig að fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur Svölu. Ýmislegt bendir til þess að Svala Björgvinsdóttir muni fara með sigur í söngvakeppni sjónvarpsins og fari sem fulltrúi landsins til Kænugarðs í Úkraínu þar sem aðalkeppnin í Eurovision er haldin þetta árið. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin. Þar eru menn ekkert að grínast; Menn kasta ekki fé sínu frá sér að gamni sínu. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar.Horfir illa fyrir Rúnari eff Þegar lagt er af stað eru sérfræðingar sem leggja upp með tiltekinn stuðul sem svo tekur breytingum eftir því hvernig fólk vill haga veðmáli sínu. Paper með Svölu er með stuðulinn 1,9. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.900 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis.Svona líta stuðlarnir á Betsson út í dag.Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 3,5. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,5, sem áður sagði, ef þú leggur þúsund krónur á að hann sigri og sú verður raunin, þá færð þú til baka 17.500 krónur til baka frá veðmálafyrirtækinu. Þannig virkar það nú.Öll vötn falla til Dýrafjarðar Vísir efndi til skoðanakönnunar í gær og þar er Svala með 51 prósent atkvæða. Sá sem næstur kemur er með Daði Freyr með 21 prósent atkvæða, ekki er það alveg í samræmi við stuðlana á Betsson en samkvæmt þessu virðist fátt ætla að standa í vegi fyrir öruggum sigri Svölu.Samkvæmt útreikningum Daníels er líklegast að Svala fari með sigur af hólmi. Aron Hannes er líklegastur til að velgja henni undir uggum samkvæmt þessu.Daníel Arnarsson er háskólanemi, glöggur tölfræðingur og áhugamaður um Eurovision-söngvakeppnina. Hann hefur undanfarin ár lagt dæmið niður fyrir sig og nú reiknar hann dæmið út þannig að Svala muni hafa sigur, eins og sést á meðfylgjandi súluriti hans. Daníel tekur mið af Youtube hlustun (50%), Youtube einkunn (10%), Spotify hlustun (15%), Betsson (10%) og svo könnun Vísis (15%). Samkvæmt hans útreikningum mun fátt geta komið í veg fyrir sigur Svölu.Bó ekki byrjaður að fagna enn Helsti stuðningsmaður Svölu er vitaskuld faðir hennar, sem ekki væri í frásögur færandi nema vegna þess að þar fer ein helsta stjarna dægurlagasögu Íslands – nefnilega Björgvin Halldórsson eða Bó. Hann segir það ekki kunna góðri lukku að fagna að halda sigurhátíð fyrirfram.Úr myndbandi sem gert var í tilefni af þátttöku Björgvins í Eurovision 1995 en þá flutti hann lagið Núna og gerði það vitaskuld af mikilli fagmennsku.„Nei, ég er nú bara þannig af guði gerður, Gaflari, sem mála stundum skrattann á vegginn. Það hefur alltaf verið þannig, í tónlistarbansanum, í bisness, já bara í lífinu, bisniss, að þegar hæst standa leikar, og FH er að taka titilinn, þá gerist eitthvað. Þess vegna ber að fagna varlega. En ég veit að Svala væri verðugur fulltrúi fyrir okkar hönd. Þetta er slíkt ólíkindamál þetta Eurovision. It ain´t over til the fat lady sings. En, ég fagna þessum meðbyr og lagið er orðið mjög vinsælt. Það var tilgangurinn að gera lagið vinsælt og engum blöðum um það að fletta að það hefur tekist. Því takmarki náð,“ segir Bó.Við Páll Óskar vorum beðnir um að fara Hann talar frá Siglufirði þar sem hann tróð upp ásamt hljómsveit í gær. Bó segist finna mikinn meðbyr með Svölu þar. Hann er á ferð um Norðurland með athyglisverða tónleikaseríu, Bestu lög Björgvins sem samanstendur af spjalli og tónlist. Björgvin hefur hljóðritað upp 800 lög þannig af nógu er að taka en fólk getur sett fram óskalagalista á Facebook og á því byggir Bó lagalistann. En, hann mun sem sagt verða í Eurovision-samkvæmi á Akureyri þetta árið. Bó fór út og tók þátt í keppninni árið 1995. „Ég og Páll Óskar erum einu mennirnir sem hafa ekki þurft að taka þátt í svona úrslitum. Við vorum beðnir um að fara. Ég lenti í 15. sæti. Þar var lifandi flutningur og skylda að syngja á móðurmálinu. Mátti ekkert bregða fyrir sig engilsaxneskunni. Bara sungið á íslenskunni.“ ...Uppfært 11:50 Eins og segir í fréttinni eru stuðlarnir breytilegir. Þannig var stuðull Svölu 1,9 í morgun en eru nú, þegar þetta er skrifað, kominn niður í 1,75. Þetta þýðir einfaldlega það að margir hafa veðjað á Svölu í morgun, fleiri en veðjað hafa á aðra keppendur, sem þá gerir það að verkum að stuðull hennar lækkar. Eurovision Tengdar fréttir Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að Svala Björgvinsdóttir muni fara með sigur í söngvakeppni sjónvarpsins og fari sem fulltrúi landsins til Kænugarðs í Úkraínu þar sem aðalkeppnin í Eurovision er haldin þetta árið. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin. Þar eru menn ekkert að grínast; Menn kasta ekki fé sínu frá sér að gamni sínu. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar.Horfir illa fyrir Rúnari eff Þegar lagt er af stað eru sérfræðingar sem leggja upp með tiltekinn stuðul sem svo tekur breytingum eftir því hvernig fólk vill haga veðmáli sínu. Paper með Svölu er með stuðulinn 1,9. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.900 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis.Svona líta stuðlarnir á Betsson út í dag.Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 3,5. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,5, sem áður sagði, ef þú leggur þúsund krónur á að hann sigri og sú verður raunin, þá færð þú til baka 17.500 krónur til baka frá veðmálafyrirtækinu. Þannig virkar það nú.Öll vötn falla til Dýrafjarðar Vísir efndi til skoðanakönnunar í gær og þar er Svala með 51 prósent atkvæða. Sá sem næstur kemur er með Daði Freyr með 21 prósent atkvæða, ekki er það alveg í samræmi við stuðlana á Betsson en samkvæmt þessu virðist fátt ætla að standa í vegi fyrir öruggum sigri Svölu.Samkvæmt útreikningum Daníels er líklegast að Svala fari með sigur af hólmi. Aron Hannes er líklegastur til að velgja henni undir uggum samkvæmt þessu.Daníel Arnarsson er háskólanemi, glöggur tölfræðingur og áhugamaður um Eurovision-söngvakeppnina. Hann hefur undanfarin ár lagt dæmið niður fyrir sig og nú reiknar hann dæmið út þannig að Svala muni hafa sigur, eins og sést á meðfylgjandi súluriti hans. Daníel tekur mið af Youtube hlustun (50%), Youtube einkunn (10%), Spotify hlustun (15%), Betsson (10%) og svo könnun Vísis (15%). Samkvæmt hans útreikningum mun fátt geta komið í veg fyrir sigur Svölu.Bó ekki byrjaður að fagna enn Helsti stuðningsmaður Svölu er vitaskuld faðir hennar, sem ekki væri í frásögur færandi nema vegna þess að þar fer ein helsta stjarna dægurlagasögu Íslands – nefnilega Björgvin Halldórsson eða Bó. Hann segir það ekki kunna góðri lukku að fagna að halda sigurhátíð fyrirfram.Úr myndbandi sem gert var í tilefni af þátttöku Björgvins í Eurovision 1995 en þá flutti hann lagið Núna og gerði það vitaskuld af mikilli fagmennsku.„Nei, ég er nú bara þannig af guði gerður, Gaflari, sem mála stundum skrattann á vegginn. Það hefur alltaf verið þannig, í tónlistarbansanum, í bisness, já bara í lífinu, bisniss, að þegar hæst standa leikar, og FH er að taka titilinn, þá gerist eitthvað. Þess vegna ber að fagna varlega. En ég veit að Svala væri verðugur fulltrúi fyrir okkar hönd. Þetta er slíkt ólíkindamál þetta Eurovision. It ain´t over til the fat lady sings. En, ég fagna þessum meðbyr og lagið er orðið mjög vinsælt. Það var tilgangurinn að gera lagið vinsælt og engum blöðum um það að fletta að það hefur tekist. Því takmarki náð,“ segir Bó.Við Páll Óskar vorum beðnir um að fara Hann talar frá Siglufirði þar sem hann tróð upp ásamt hljómsveit í gær. Bó segist finna mikinn meðbyr með Svölu þar. Hann er á ferð um Norðurland með athyglisverða tónleikaseríu, Bestu lög Björgvins sem samanstendur af spjalli og tónlist. Björgvin hefur hljóðritað upp 800 lög þannig af nógu er að taka en fólk getur sett fram óskalagalista á Facebook og á því byggir Bó lagalistann. En, hann mun sem sagt verða í Eurovision-samkvæmi á Akureyri þetta árið. Bó fór út og tók þátt í keppninni árið 1995. „Ég og Páll Óskar erum einu mennirnir sem hafa ekki þurft að taka þátt í svona úrslitum. Við vorum beðnir um að fara. Ég lenti í 15. sæti. Þar var lifandi flutningur og skylda að syngja á móðurmálinu. Mátti ekkert bregða fyrir sig engilsaxneskunni. Bara sungið á íslenskunni.“ ...Uppfært 11:50 Eins og segir í fréttinni eru stuðlarnir breytilegir. Þannig var stuðull Svölu 1,9 í morgun en eru nú, þegar þetta er skrifað, kominn niður í 1,75. Þetta þýðir einfaldlega það að margir hafa veðjað á Svölu í morgun, fleiri en veðjað hafa á aðra keppendur, sem þá gerir það að verkum að stuðull hennar lækkar.
Eurovision Tengdar fréttir Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. 7. mars 2017 14:33