Lífið

Svala ætlar að leyfa öllum að skyggnast bak við tjöldin á Eurovision

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svala tróð upp í Kringlunni á fimmtudaginn.
Svala tróð upp í Kringlunni á fimmtudaginn. Vísir/Eyþór
„Við ætlum að vera rosa dugleg að leyfa öllum að fylgjast með undirbúningnum og öllu sem er að gerast bak við,“ segir Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Íslendinga í Eurovision þetta árið.

Svala tróð upp í Kringlunni á dögunum, flutti lag hennar Paper og áritaði plaköt fyrir stóran aðdáendahóp. Hún segir að verið sé að vinna mikla undirbúningsvinnu til þess að gera atriði Íslands sem flottast.

„Það er rosalega mikil vinna að vinna atriðið upp á nýtt. Það er svo margt sem þurfti að gera og græja því sviðið er svo stórt. Þetta er allt miklu stærra en hérna á Íslandi. Við erum búin að vinna að þessu alveg í heilan mánuð,“ segir Svala sem er æfir þrotlaust fyrir stóra daginn en Ísland er í fyrri undanriðlinum sem stígur á svið þann 9. maí næstkomandi

Svala stefnir á að leyfa Íslendingum að fylgjast vel með öllu sem gerist á bak við tjöldin en hægt er að fylgjast með Svölu á Snapchat [svalakali], Instagram og Facebook-síðu Svölu en hún stefnir á að vera mjög virk á öllum þessum miðlum svo að allir geti fengið Eurovision beint í æð.

„Það er mikilvægt að fólk fái að taka þátt í þessu með mér,“ segir Svala en viðtal við hana má sjá hér að neðan.

Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Þeir verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×