Lífið

Måns segir Íslendinga í bullandi séns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Måns Zelmerlöw á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár.
Måns Zelmerlöw á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár. V'isir/Andri
Sænski hjartaknúsarinn Måns Zelmerlöw segist yfir sig hrifinn af framlagi Íslands í Eurovision í ár og segir möguleika þess á velgengni mikla. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali í aðdraganda tónleikaferðar hans um Evrópu. Í viðtalinu fer hann vítt og breitt yfir sviðið og drepur þar á meðal á Söngvakeppninni í ár.

Aðspurður um hver uppáhalds framlögin hans séu í ár viðurkennir hann að hafa ekki kynnt sér öll lögin. „Ég fór til Frakklands til að syngja dúett með Ölmu (sem flytur lagið Requiem í keppninni) sem er með frábært lag. Ég fíla það betur á frönsku en Eurovisionútgáfuna, þar sem viðlagið er á ensku. Svo hef ég heyrt að ítalski gæinn sé sigurstranglegur (eins og Vísir greindi frá á sínum tíma) en ég er ekki viss um að ég fatti það. Það gæti breyst þegar keppnin hefst í Kænugarði,“ segir Zelmerlöv og vindur sér svo að Svölu okkar.

Sjá einnig: Måns kemur fram í Laugardalshöllinni

„Ég tel Ísland eiga mikla möguleika. Ég var þar í undankeppninni og mér fannst hún (Svala) standa upp úr. Ef hún getur endurtekið leikinn, jafnvel betur, svalar og með meiri krafti, þá held ég að hún sé í bullandi séns,“ segir sá sænski.

Viðtalið við söngvarann snoppufríða má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×