Fótbolti

Alfreð Finnboga skrifar mastersritgerð um KSÍ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tekur við ritgerðinni frá Alfreð.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, tekur við ritgerðinni frá Alfreð. Mynd/KSÍ
Landsliðsmanninum Alfreð Finnbogasyni er meira til lista lagt en fótbolti. Á dögunum útskrifaðist hann með mastersgráðu í íþróttastjórnun (e. Sport Management) frá Cruyff Institute.

Lokahluti námsins var skrif á lokaritgerð og valdi Alfreð að skrifa verk sitt um KSÍ. Titill ritgerðarinnar var KSÍ: Improved and sustainable FA og afhenti hann Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, eintak af ritgerðinni.

Í ritgerðinni fer Alfreð yfir viðskiptaplan sitt fyrir knattspyrnusambandið og þær hugmyndir sem hann hefur til að bæta KSÍ á öllum sviðum.

Alfreð leikur með þýska liðinu Augsburg og hefur hann komið við sögu í 28 leikjum með félaginu. Hann á einnig að baki 41 leik með A-landsliði Íslands og skoraði í þeim 11 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×