Golf

Æsispenna á lokahring Opna breska mótinu í golfi

Jordan Spieth að slá eftir að hafa slegið langt útaf brautinni á 13. holu
Jordan Spieth að slá eftir að hafa slegið langt útaf brautinni á 13. holu visir/getty
Jordan Spieth og Matt Kuchar eru hnífjafnir þegar að fjórar holur eru eftir af lokahringnum á Opna breska mótinu í golfi sem fer fram á Royal Berkdale vellinum.

Kuchar og Spieth, sem eru báðir frá Bandaríkjunum, deila efsta sætinu jafnir á höggum eða á -8 höggum undir pari eftir 14 holur.

Jordan Spieth lenti í vandræðum á 13. holu eftir að teigskot hans geigaði allverulega og endaði boltinn langt útaf brautinni og þurfti Spieth að taka víti endaði á að fá svo skolla á 13. holunni, á meðan að Kuchar fékk par.

Æsispennandi barátta á milli þeirra tveggja og mótið er sýnt í beinni á Golfstöðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×