Golf

Armour og Simpson leiða eftir annan dag Wyndham-mótsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Webb Simpson deilir efsta sætinu eftir annan keppnisdag.
Webb Simpson deilir efsta sætinu eftir annan keppnisdag. Mynd/Getty
Bandaríkjamennirnir Ryan Armour og Webb Simpson leiða keppni á Wyndham-mótinu í golfi eftir annan keppnisdag. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Armour lék annan hringinn í gær á 61 höggi, sem er einu höggi frá vallarmeti brautarinnar. Simpson lék á 64 höggum, en hafði leikið fyrri hringinn á 63. Þeir eru báðir á 13 höggum undir pari.

Landi þeirra, Matt Every, var í forystu eftir fyrsta dag mótsins, en hann átti slæman dag í gær og spilaði á 72 höggum og er nú í 19. - 26. sæti á sjö höggum undir pari. 

Svíinn Henrik Stenson er í þriðja sæti á 12. höggum undir pari. Hann er eini kylfingurinn í topp fimm sem kemur ekki frá Bandaríkjunum.

Spila þurfti á þremur höggum undir pari eða betur til að komast í gegnum niðurskurðinn í gær.

Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4 en stöðin er opin fyrir áskrifendur Golfstöðvarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×