Golf

Stenson í forystu fyrir lokadag Wyndham-mótsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henrik Stenson.
Henrik Stenson. Mynd/Getty
Svíinn Henrik Stenson leiðir keppni á Wyndham-mótinu á PGA mótaröðinni í golfi fyrir síðasta keppnisdaginn.

Stenson spilaði þriðja hringinn í gær á 66 höggum, eða fjórum undir pari, og er samtals á 16 höggum undir pari. Fyrir mótið var Stenson í 75. sæti peningalistans á PGA mótaröðinni en er áætlað að haldi hann forystunni í dag fari hann upp í 23. sæti.

Bandaríkjamennirnir Webb Simpson og Ryan Armour leiddu í byrjun dags í gær, en eftir daginn er Simpson í 2. - 4. sæti á 15 höggum undir pari en Armour er dottinn niður í 11. - 14. sæti á 11 höggum undir pari.

Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19:00. Stöðin er opin áskrifendum Golfstöðvarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×