Fótbolti

Skagamenn safna liði fyrir Inkasso

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hörður Ingi Gunnarsson við undirskrift
Hörður Ingi Gunnarsson við undirskrift ÍA
Knattspyrnumaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson er genginn til liðs við 1.deildarlið ÍA og gerði hann þriggja ára samning við félagið.

Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og í kjölfarið tók Jóhannes Karl Guðjónsson við stjórnartaumunum. Hann þekkir vel til Harðar Inga þar sem þeir unnu saman hjá HK á nýafstaðinni leiktíð.

Hörður Ingi er 19 ára gamall og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands en hann kemur til ÍA frá FH þó hann hafi verið á láni hjá Víkingi Ólafsvík og HK síðastliðið sumar.



„Það eru gleðitíðindi að fá Hörð Inga til félagsins. Hörður er hörku leikmaður sem styrkir okkur mikið. Hann er líka með mikinn metnað til að ná langt í fótbolta og það helst í hendur við það sem við ætlum okkur hérna á Skaganum,“ segir Jóhannes Karl.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×