Golf

Tveir fuglar eftir níu holur á lokahring Ólafíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á Paradísareyju
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á Paradísareyju mynd/golf.is/seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar lokahringinn vel á Pure Silk mótinu í golfi sem fram fer á Bahamaeyjum. Hún fór fyrstu níu holurnar á tveimur höggum undir pari.

Ólafía Þórunn byrjaði á 10. holu í dag sem hún paraði. Hún fékk fyrsta fugl dagsins á sinni fjórðu holu, þeirri 13. Svo paraði hún fjórtándu holu áður en annar fugl kom á 15. holu.

Hinar þrjár holurnar fór hún á pari og er því tveimur höggum undir pari eftir níu holur. Fyrir hringinn í dag var Ólafía á fjórum höggum yfir pari og því er hún eins og er samanlagt á tveimur höggum yfir pari í mótinu.

Eins og er er Ólafía í 40. - 46. sæti, en hún á eftir að leika níu holur til viðbótar.

Ólafía byrjaði á aftari níu holunum í dag, 10. - 18. Hún á því eftir að leika 1. - 9. holu, en þær reyndust henni mun gæfumeiri á fyrri hringjunum tveimur heldur en aftari holurnar níu, hún fékk meðal annars fimm fugla á fyrri níu holunum á öðrum hring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×