Golf

Ólafía Þórunn: Hefur ekki liðið svona vel á vellinum í langan tíma

Einar Sigurvinsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty
„Kingsmill var stórkostlegt. Vellirnir voru frábærir og spilamennskan mín er öll að koma til,“ segir atvinnukylfingurinn, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á Facebook síðu sinni í dag.

Ólafía komst ekki í gengum niðurskurðinn á Kings­mill meist­ara­mót­inu sem fram fór í Virg­in­íu á dög­un­um, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía lék vel framan af en missteig sig á síðustu tveimur holunum.

Þrátt fyrir það er hún ánægð með frammistöðu sína á mótinu og hrósar kylfubera sínum sérstaklega.

„Það var frábært að hafa Ragnar Má sem kylfubera. Við hittum inn á allar brautir og flatir. Ég hef ekki verið svona afslöppuð og liðið svona vel á vellinum í langan tíma. Ég er spennt fyrir næstu vikum,“ segir Ólafía.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×