Golf

Axel og Guðrún leiða eftir þriðja hring

Dagur Lárusson skrifar
Axel er með forystuna hjá körlunum.
Axel er með forystuna hjá körlunum. GSIMYNDIR.NET
Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina.

 

Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús voru rétt í þessu að ljúka keppni og spilaði Axel á pari í dag í meðan Haraldur Franklín spilaði á einu höggi yfir pari, Axel er á samtals átta höggum undir pari og Haraldur á samtals fimm höggum undir bara. Björn Óskar Guðjónsson situr í öðru sæti á sjö höggum undir pari en hann spilaði á tveimur höggum undir pari sem var besti árangurinn í dag.

 

Gísli Sveinbergsson situr í fjórða sætinu eftir þriðja hring en hann er á samtals tveimur höggum undir pari en í dag spilaði hann á tveimur höggum yfir pari.

 

Líkt og eftir annan hring er það Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem leiðir kvennamegin en hún er á samtals sex höggum yfir pari en í dag spilaði hún á tveimur höggum yfir pari sem er þremur höggum betra heldur en í gær. Helga Kristín Einarsdóttir situr í öðru sæti á ellefu höggum yfir pari á meðan Ragnhildur Sigurðardóttir situr í þriðja sæti á fjórtán höggum yfir pari en hún spilaði á pari í dag.

 

Það verður því spennandi að fylgjast með gangi mála á lokadeginum á morgun en við munum færa ykkur allt það helsta.

 


Tengdar fréttir

Anna Sólveig með nýtt vallarmet í Vestmannaeyjum

Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili sló vallarmet á Vestmannaeyjavelli á öðrum keppnisdeigi Íslandsmótsins í golfi í dag. Anna Sólveig deilir forystunni á mótinu með Guðrúnu Brá Björgvinssdóttur þegar mótið er hálfnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×