Kristín Ýr frumsýnir nýtt lag: Veit að ég á heima í tónlistinni Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2018 15:30 Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er annað lagið sem hún gefur út á þessu ári. „Ég hef alltaf, og mun sennilega alltaf eiga erfitt með að geta ekki eitthvað sjálf. Sálfstæðisblæti er orð sem ég hef notað. En óstjórnlegt keppnisskap er eitthvað sem vinir og vandamenn vilja frekar nota. Hvernig sem það er orðað, þá vildi ég geta gert þetta sjálf. Ég hef enga þolinmæti til að bíða eftir því að fá hjálp frá öðrum,“ segir Kristín Ýr Bjarnadóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er fyrsta rapp og popp lagið sem rapparinn og söngkonan Kristín Ýr sendir frá sér eftir margra ára brotthvarf úr tónlistarheiminum. Í dag starfar Kristín hjá MS og sem yngriflokkaþjálfari hjá Breiðabliki. Flestir muna eftir Kristínu Ýr úr hljómsveitinni Igore sem gaf út plötuna 9 Líf árið 2004. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl á stuttum tíma og fljótt kom að því að hún þurfti að velja milli fótboltans og tónlistarinnar og varð boltinn fyrir valinu tímabundið. Í janúar á þessu ári kom út lagið Kannski Annan dag eins og Vísir greindi frá og segir þar frá því hvernig hún vildi byrja á því að læra að syngja áður en hún færi í að gefa út lögin sín þar sem hún vildi geta haft möguleikann á því að syngja. Lagið Ég Sé Þig er tekið upp í Studio Bambus en það er eitt af þeim verkefnum sem voru kláruð í Söngsteypunni.Fæddist á djamminu Lagið er á léttum nótum og fjallar um samskipti kynjanna á djamminu. Höfundurinn bregður sér í hlutverk partý prinsessunnar sem er karakter sem tekur völdin þegar áfengi er við hönd. „Lagið fæddist þegar ég sat á skemmtistað, var að fylgjast með öllum sætu stelpunum og strákunum að spila þennan leik sem við þekkjum öll. Ég var bara að reyna að læra af fagmönnum. Mér fannst ég ekki eiga séns, en ég er pottþétt alveg eins og þau þegar ég held að ég sé með allt á hreinu um dimma nótt á dansgólfinu í 101,“ segir Kristín létt. Það var Stefán Örn sem vann lagið í samvinnu við Kristínu Ýr sem er höfundur lags og texta. Lagið er masterað í Bandaríkjunum af Sam Moses. „Þetta er fyrsta lagið eftir langa pásu en nú er kominn tími til að stíga af alvöru inn í músíkina þar sem mér liður vel og veit að ég á heima í tónlistinni. Það eru mörg lög í vinnslu, bæði á íslensku og ensku. En ég stefni að sjálfsögðu líka á að nýta öll þau erlendu sambönd sem ég hef skapað mér bæði í fótboltaheiminum og annarsstaðar til að reyna að deila gleðinni sem víðast.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég hef alltaf, og mun sennilega alltaf eiga erfitt með að geta ekki eitthvað sjálf. Sálfstæðisblæti er orð sem ég hef notað. En óstjórnlegt keppnisskap er eitthvað sem vinir og vandamenn vilja frekar nota. Hvernig sem það er orðað, þá vildi ég geta gert þetta sjálf. Ég hef enga þolinmæti til að bíða eftir því að fá hjálp frá öðrum,“ segir Kristín Ýr Bjarnadóttir sem frumsýnir nýtt lag á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Ég Sé Þig og er fyrsta rapp og popp lagið sem rapparinn og söngkonan Kristín Ýr sendir frá sér eftir margra ára brotthvarf úr tónlistarheiminum. Í dag starfar Kristín hjá MS og sem yngriflokkaþjálfari hjá Breiðabliki. Flestir muna eftir Kristínu Ýr úr hljómsveitinni Igore sem gaf út plötuna 9 Líf árið 2004. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl á stuttum tíma og fljótt kom að því að hún þurfti að velja milli fótboltans og tónlistarinnar og varð boltinn fyrir valinu tímabundið. Í janúar á þessu ári kom út lagið Kannski Annan dag eins og Vísir greindi frá og segir þar frá því hvernig hún vildi byrja á því að læra að syngja áður en hún færi í að gefa út lögin sín þar sem hún vildi geta haft möguleikann á því að syngja. Lagið Ég Sé Þig er tekið upp í Studio Bambus en það er eitt af þeim verkefnum sem voru kláruð í Söngsteypunni.Fæddist á djamminu Lagið er á léttum nótum og fjallar um samskipti kynjanna á djamminu. Höfundurinn bregður sér í hlutverk partý prinsessunnar sem er karakter sem tekur völdin þegar áfengi er við hönd. „Lagið fæddist þegar ég sat á skemmtistað, var að fylgjast með öllum sætu stelpunum og strákunum að spila þennan leik sem við þekkjum öll. Ég var bara að reyna að læra af fagmönnum. Mér fannst ég ekki eiga séns, en ég er pottþétt alveg eins og þau þegar ég held að ég sé með allt á hreinu um dimma nótt á dansgólfinu í 101,“ segir Kristín létt. Það var Stefán Örn sem vann lagið í samvinnu við Kristínu Ýr sem er höfundur lags og texta. Lagið er masterað í Bandaríkjunum af Sam Moses. „Þetta er fyrsta lagið eftir langa pásu en nú er kominn tími til að stíga af alvöru inn í músíkina þar sem mér liður vel og veit að ég á heima í tónlistinni. Það eru mörg lög í vinnslu, bæði á íslensku og ensku. En ég stefni að sjálfsögðu líka á að nýta öll þau erlendu sambönd sem ég hef skapað mér bæði í fótboltaheiminum og annarsstaðar til að reyna að deila gleðinni sem víðast.“ Hér að neðan má hlusta á lagið.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira