Mane og Salah skoruðu mörkin en galdrasendingar Firmino stálu senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 17:00 Roberto Firmino fagnar markinu með Mohamed Salah. Getty/ Andrew Powell Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019 Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira