Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. desember 2024 08:00 Wayne Rooney og Frank Lampard sneru sér báðir að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk. Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira