Enski boltinn

„Solskjær hefur trú á leikmönnunum en þeir eru ekki nægilega góðir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lýsandi mynd fyrir tímabil Manchester United hingað til.
Lýsandi mynd fyrir tímabil Manchester United hingað til. vísir/getty
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur enga trú á því að Manchester United verði á meðal efstu fjögurra liðanna í ensku úrvalsdeildinni í maí.

Varnarmaðurinn öflugi skilur ekkert í því að liðið hafi ekki sótt sér liðsstyrk eftir að Romelu Lukaku og Alexis Sanchez yfirgáfu liðið og segir liðið einfaldlega ekki nægilega öflugt.

„Þú verður að vinna fyrir þínum árangri. Manchester United var ráðandi afl í enskum fótbolta en þeir eru það ekki lengur. Þeir hræða ekki lengur mótherja sína líkt og þeir gerðu,“ skrifar Keown í pistli á Daily Mail.

„United endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð og svo misstu þeir Romelu Lukaku og Alexis Sanchez. Þeir fengu engan í staðinn svo hvernig geta þeir ætlast til að vera betri núna? Það er ekkert vit í þessu.“







„Solskjær leggur línurnar og hann segist hafa trú á þessum leikmönnum og að þeir geti orðið árangursríkir en ég er ósammála. Ég var spurður um hvaða lið myndi enda í topp fjórum og eftir umhugsun setti ég Arsenal.“

„Ástæðan fyrir því að ég setti ekki Chelsea er að þeir eru lofandi en eru með nýjan stjóra, unga leikmenn og félagaskiptabann. Ástæðan fyrir því að ég setti ekki United er að þeir eru einfaldlega ekki nægilega góðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×