Enski boltinn

„Johnny Evans myndi labba inn í liðið hjá Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Johnny Evans, varnarmaður Leicester, labbar inn í liðið hjá Man. Utd að mati Souness.
Johnny Evans, varnarmaður Leicester, labbar inn í liðið hjá Man. Utd að mati Souness. vísir/getty
Greame Souness, sparkspekingur, segir að fyrrum varnarmaður Man. United og núverandi leikmaður Leicester, Johnny Evans, myndi vera í byrjunarliði þeirra rauðklæddu í dag.

Evans yfirgaf Manchester United árið 2015 og er nú á mála hjá Leicester sem hefur farið vel af stað á tímabilinu. Þeir eru í 3. sæti deildarinnar á meðan United er í því ellefta.

„Evans er 31 árs og kannski ekki á toppi ferilsins. Hann myndi þó labba inn í liðið hjá Man. United þegar þú horfir á varnarlínu liðsins,“ sagði Souness.

„Hann getur gefið boltann og skynjað hættu. Hann er alhliða varnarmaður og í háum gæðaflokki.“







Souness er ekki hrifinn af miðjunni hjá Manchester United og hann segir að þeir þurfi að fjárfesta í miðjumönnum sem fyrst.

„Áður en þeir laga miðjuna hjá sér þá verður öftustu fimm hjá United brunarústir. Þeir gátu eytt í Maguire, gáfu Lindelöf fimm ára samning, De Gea fjögurra ára góðan samning og keypt Wan Bissaka á 50 milljónir punda. Þeir peningar gætu farið í ræsið.“

„United er að reyna byrja að byggja liðið upp á nýtt eftir að hafa keypt Maguire og Wan-Bissaka. Ég er hrifinn af Maguire. Hann er vonsvikinn hvernig þetta hefur gengið hingað til en það er ekki hægt að setja það allt á hann,“ sagði Souness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×