Lífið

Heimilis­laus maður dæmdur fyrir að sitja um Harry Sty­les

Sylvía Hall skrifar
Söngvarinn kynntist manninum þegar hann sá hann sofandi í biðskýli.
Söngvarinn kynntist manninum þegar hann sá hann sofandi í biðskýli. Vísir/Getty
Hinn 26 ára gamli Pablo Tarazaga-Orero var í dag fundinn sekur um að hafa setið um söngvarann og One Direction-stjörnuna Harry StylesTarazaga-Orero komst í kynni við söngvarann eftir að hann bauðst til þess að kaupa fyrir hann mat.

Í vitnisburði sínum sagðist Styles hafa vorkennt Tarazaga-Orero þegar hann sá hann sofandi í biðskýli rétt hjá heimili sínu. Honum hafi þótt leiðinlegt að sjá einhvern svona ungan sofa við svo slæmar aðstæður og stoppaði því bíl sinn og bauð honum pening fyrir mat eða hótelherbergi.  Tarazaga-Orero hafi beðið söngvarann um edamame baunir því hann væri vegan.

Þegar Styles kom með mat fyrir Tarazaga-Orero degi seinna hafi hann spurt sig hvort þeir gætu farið saman á veitingastað, sem söngvaranum þótti óþægilegt. Mánuði eftir að þeir hittust fyrst hafði Tarazaga-Orero farið að sofa fyrir utan hús söngvarans.

Styles segist hafa orðið verulega hræddur við manninn í kjölfarið og farið að læsa svefnherbergishurð sinni á nóttunni, hafi ráðið næturvörð á heimili sitt og í fyrsta sinn upplifað hræðslu á eigin heimili. 

Tarazaga-Orero hélt því fram að Styles hafi hins vegar reynt að bjóða sér pening fyrir „skemmtun á hótelherbergi“, sem dómarinn taldi ekki vera trúðverðugStyles hefði verið áreiðanlegt vitni og þótti frásögn hans vera stöðug og trúanleg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×