Air France fækkar störfum um 7.500 Andri Eysteinsson skrifar 3. júlí 2020 21:34 Air France-KLM er annað stærsta flugfélag Evrópu. Getty/Chesnot Talsverður samdráttur verður hjá franska flugfélaginu Air France en Air France-KLM hefur ákveðið að fækka starfsfólki í franska hluta félagsins um 7.500. Félagið er næst stærsta flugfélag Evrópu og verður 6.560 starfsmönnum Air France sagt upp eða ekki ráðið í störf þeirra að nýju, sömu sögu má segja um 1.020 starfsmenn hjá innanlandsflugfélaginu Hop! BBC greinir frá því að í yfirlýsingu félagsins segi að batinn vegna kórónuveirufaraldursins verði hægur og óvissan sé mikil. Tekjur félagsins minnkuðu um 95% á meðan faraldurinn stóð sem hæst og er greint frá því að félagið hafi tapað allt að 15 milljónum evra á degi hverjum. Félagið gerir ekki ráð fyrir því að flug og starfsemi komist í sama horf fyrr en árið 2024 en störfunum verður fækkað í skrefum á næstu þremur árum. Alls eru starfsmenn Air France um 41.000 talsins en starfsmenn Hop! eru um 2.000. Stefnt er að því að um helmingur þeirra starfa sem fækkað verður verði vegna starfsmanna sem hætta eða setjast í helgan stein og ekki verði endurráðið í störfin. Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsverður samdráttur verður hjá franska flugfélaginu Air France en Air France-KLM hefur ákveðið að fækka starfsfólki í franska hluta félagsins um 7.500. Félagið er næst stærsta flugfélag Evrópu og verður 6.560 starfsmönnum Air France sagt upp eða ekki ráðið í störf þeirra að nýju, sömu sögu má segja um 1.020 starfsmenn hjá innanlandsflugfélaginu Hop! BBC greinir frá því að í yfirlýsingu félagsins segi að batinn vegna kórónuveirufaraldursins verði hægur og óvissan sé mikil. Tekjur félagsins minnkuðu um 95% á meðan faraldurinn stóð sem hæst og er greint frá því að félagið hafi tapað allt að 15 milljónum evra á degi hverjum. Félagið gerir ekki ráð fyrir því að flug og starfsemi komist í sama horf fyrr en árið 2024 en störfunum verður fækkað í skrefum á næstu þremur árum. Alls eru starfsmenn Air France um 41.000 talsins en starfsmenn Hop! eru um 2.000. Stefnt er að því að um helmingur þeirra starfa sem fækkað verður verði vegna starfsmanna sem hætta eða setjast í helgan stein og ekki verði endurráðið í störfin.
Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira